MaM

VINSAMLEGAST ATHUGIР

MÁM ER EKKI Í BOÐI SEM STENDUR EN VERIÐ ER AÐ FARA YFIR PRÓGRAMMIÐ OG ÞAÐ VERÐUR VONANDI AFTUR Í BOÐI SEM ALLRA FYRST



Picture


Rekur þú lítið eða meðalstórt fyrirtæki? 
Veistu ekki hvernig þú átt að snúa þér í markaðsmálunum? 
Viltu markaðsstarf sem kostar ekki handlegg, en skilar vel í kassann?
Viltu fá skýrt prógramm sem þú getur fylgt eftir og náð árangri? 

Viltu spara þér tíma og peninga og ná í meiri viðskipti?

Þá ertu á réttum stað!


Picture

Ég hef unnið með hundruðum íslenskra og erlendra fyrirtækja í markaðsstarfinu með frábærum árangri og veit nákvæmlega hvað þú þarft að gera til að taka markaðsmálin föstum tökum.

Ég þróaði MáM þjálfunina til að geta aðstoðað fleiri á hagkvæmari hátt, en MáM stendur fyrir Markaðsmál á mannamáli.


Þú getur fengið að vita allt um mig á síðunni minni, thoranna.is, og á LinkedIn.
Picture
Picture

Ég hef fjallað um markaðsmál í hinum ýmsu fjölmiðlum, á borð við...

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

MáM þjálfunin sýnir þér skref-fyrir-skref á praktískan hátt hvernig þú getur...

  • Fundið það fólk sem er líklegast til að kaupa og nálgast það á réttum stöðum og með réttum skilaboðum
  • Skotið samkeppninni ref fyrir rass
  • Byggt upp "brand" sem fær fólk til að elska þig og vilja ekki skipta við samkeppnina
  • Fundið réttu markaðsaðgerðirnar fyrir þig og látið þær spila saman til að ná sem bestum árangri
  • Komið skipulagi á markaðsstarfið til að þú náir að sinna því samhliða öllu öðru sem þú þarft að gera!

MáM þjálfunin fer algjörlega fram yfir netið, svo þú getur farið í gegnum efnið hvar sem þú vilt, og hvenær sem þér hentar.

Picture
Picture

Hér er það sem þú færð út úr MáM þjálfuninni

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Picture

Athugið! Breytt fyrirkomulag við skráningu í MáM þjálfunina!

MáM þjálfunin er nú einnig í boði á ensku undir heitinu Marketing Untangled. Til að einfalda tæknimál og allt utanumhald hefur skráning í íslensku þjálfunina verið samþætt við þá ensku. Það fer þannig fram að ef þú skráir þig í þjálfunina á ensku, þá færðu sjálfkrafa einnig aðgang að öllu íslenska efninu. Frá My Profile síðunni geturðu séð allt sem er í boði innan meðlimasíðunnar á Thoranna.is og þ.á.m. bæði íslensku og ensku þjálfunina:
Picture
Sem bónus færðu enn meira efni, þar sem heilli módúlu var bætt við ensku þjálfunina frá því sem var í þeirri íslensku auk þess sem bætt hefur verið miklu af efni um hin ýmsu markaðstól og -tæki og sífellt er verið að bæta við þjálfunina. Þú færð líka aðgang bæði að Facebook hópnum fyrir ensku þjálfunina OG íslenska Facebook hópnum :)

Þetta er sama góða MáM þjálfunin en bara með enn meiru! 

Það er opnað fyrir skráningar nokkuð reglulega en allar skráningar fara fram í gegnum síðuna fyrir Marketing Untangled hér (ef ekki er opið fyrir skráningu eins og er ferðu á síðu þar sem þú getur skráð þig til að fá að vita þegar opnað verður næst). 

​Ég vona að ég sjái þig í MáM þjálfun!
Picture
Picture

Picture
"Fyrir nokkrum vikum fannst mér ég alveg vera með markaðsstarfið í lagi.  En Þóranna og MáM þjálfunin kenndi mér það að ég var að eyða peningum í markaðsstarf á röngum stöðum og væri bara alls ekki að nýta mér markaðsstarfið að nokkru leyti. 

Við höfum komist að því hver okkar markhópur er hvernig best er að auglýsa á Facebook . Í dag erum við að vinna í brandinu okkar. Það hefur opnað nýjar dyr og væri mjög erfitt án MÁM þjálfunarinnar. Í dag sé ég miklu meiri vaxtarmöguleika fyrir okkar fyrirtæki heldur en fyrir nokkrum vikum. 

Ekki skemmir fyrir að Þóranna og MáM þjálfunin gera þetta skemmtilegt og jafnframt krefjandi."

Davíð Kristinsson, heilsuþjálfari, frumkvöðull, eigandi Heilsuthjalfun.is og 30.is og höfundur bókarinnar 30 dagar - leið til betri lífstíls 
- MáM Bootcamp vor 2014

"Þóranna er frábær kennari. Hún kemur efninu vel á framfæri, útskýrir á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Kennslan er lifandi og skemmtileg, og eykur innsæi manns í daglegum störfum. Hún er líka svo hlý, skemmtileg og hugmyndarík persóna."

Sigurbjörg Daníelsdóttir, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar 
- MáM Bootcamp vor 2014

Smelltu á vídeóið og fáðu að heyra meira um reynslu Sigurbjargar af MáM Bootcamp!

Picture
"MáM þjálfunin er mjög markviss, þægileg, skemmtileg og árangursrík leiðsögn í markaðssetningu.  Þóranna er með þetta allt á hreinu, hvort sem það er uppbygging markaðsstarfs almennt eða nýju trendin og tólin eins og Facebook, Pinterest, póstlistar, vefsíðan o.s.frv. - og hún er líka dugleg að henda í mann viðbótarefni og upplýsingum um vefsíður, blogg og sérfræðinga sem geta hjálpað manni að kafa dýpra þar sem þörf krefur.  Að mínu mati var þetta frábært námskeið, og hverrar krónu virði."

Ágúst S. Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nathan & Olsen 
- MáM Bootcamp vor 2014

Picture
"Mám þjálfunin sýndi mér að það þýðir ekki að sinna markaðsstarfinu með annarri hendinni, maður þarf að hella sér út í það af fullri alvöru og af miklum krafti. Sem betur fer hafði Þóranna skref-fyrir-skref tæki og tól sem einfalda allt skipulag. Grunnurinn skiptir öllu máli og nú erum við með skýrt plan sem allir starfsmenn geta farið eftir. Þóranna er líka algjörlega að okkar skapi, skemmtileg og fagleg."

Magnfríður Ólöf Pétursdóttir, markaðsstjóri Travel East 
- MáM Bootcamp vor 2014


Picture

Picture
"Ég fór á námskeið í MáM hjá Þórönnu í vetur vegna þess að mér fannst ég vera að vasast í verkefnum fyrirtækis míns án ákveðinnar stefnu, óð úr einu í annað og hafði hreinlega ekki yfirsýn yfir það sem þurfti að gera. MáM þjálfunin hefur algjörlega breytt þessu. Ég hef nú þegar í byrjun janúar gert skipulag fyrir árið og hef því betri yfirsýn yfir komandi verkefni. 

Ég hef skýrari stefnu og markmið sem gerir mér auðveldara fyrir að nálgast verkefnin og viðskiptavinina. Þá hef ég tekið frá tíma í hverri viku fyrir markaðsmálin sem skiptir mitt fyrirtæki einna mestu máli. Þetta hefur líka hjálpað mér við tímastjórnun, að forgangsraða hlutum og við ákvarðanatöku þar sem allt verður mun skýrara.
Á örfáum mánuðum sé ég mikinn mun á vitund fólks á fyrirtækinu; meiri áhugi og fyrirspurnir og sala hefur aukist. Ég hlakka því til komandi mánuða.

Ég hef farið á þó nokkur námskeið í gegnum tíðina en þetta námskeið er það markvissasta sem ég hef farið á, skýrar leiðbeiningar, efnið sniðið að mínum þörfum og verkefnin krefjandi. Þóranna hefur með persónulegri og hlýlegri framkomu gætt það lífi og verið stuðningur alla leið. Ég hika því ekki við að mæla með þessu námi fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga í rekstri sem vilja ná lengra. Einnig fyrir fyrirtæki þar sem einstaklingar þurfa að vera allt í öllu og ekki er tækifæri til að sérhæfa hvern og einn."

Hulda Ólafsdóttir, hönnuður og eigandi Hjartalags 
- MáM Bootcamp haust 2014

Picture
"MáM er alveg frábært kerfi sem hjálpar fyrirtækjum að skilgreina sig og byggja upp skýra stefnu í markaðs-málunum, en það er jafn mikilvægt og að byggja upp sterkan rekstrargrunn. 

Þálfunin er engu lík og öll á íslensku sem auðveldar lærdóminn til muna. 
Þóranna er snillingur í að koma efninu frá sér á skilmerkilegan hátt og er dugleg að hvetja mann áfram. Stuðningur hennar í gegnum Facebook er ómetanlegur sem og einkatímarnir.

Með aðstoð Þórönnu hef ég öðlast hugrekki til að takast á við nýjar áskoranir í markaðsmálunum."

Ingibjörg  Björnsdóttir, rekstrarráðgjafi, lögmaður, viðurkenndur bókari og eigandi Tmark ehf. (tmark.is).


Hvað segir fagfólkið?

Picture
"MáM þjálfunin frá Þórönnu er VERULEGA FLOTT og by far flottasta og faglegasta marketing efnið sem ég hef séð á íslensku! Það er engin spurning að það gefur minni fyrirtækjum forskot á markaði að vinna svona faglega að markaðssetningunni hjá sér. 
Mæli óhikað með MáM".

Kári Þór Rúnarsson
M.Sc. Advanced Marketing Management, framkvæmdastjóri Marketing.is og fyrrum Viðskiptaþróunarstjóri hjá Clara

Picture
"Í nútíma viðskiptum þarftu ekki að vera stór til að ná árangri, það sem þarf er að sinna markaðs- og sölumálum í takt við nýja tíma.  Þóranna hjá Markaðsmál á mannamáli býður þjónustu sem öll  fyrirtæki ættu að nýta sér.  

Ástæðan er einföld, þjónustan byggir upp þekkingu hjá þér sem ekki bara leiðir til árangurs heldur til beins sparnaðar í þínum rekstri.  

Ég veit að þetta hljómar eins og voodoo - en þú eyðir minna og uppskerð meira!"

Halldór Már Sæmundsson, Partner Sales Executive, Microsoft

Picture
"Þóranna er ekki bara ástríðufullur markaðsnörd sem talar mannamál. Með þjónustupakkanum hennar á netinu gefur hún metnaðarfullum litlum og meðalstórum fyrirtækjum einstakt tækifæri á að nálgast, læra og tileinka sér hvað þarf til að skipuleggja og byggja upp sterkt og eftirtektarvert brand." 

Rúna Magnúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Connected-Women.com, meðstofnandi verðlauna prógrammsins BRANDit, höfundur verðlaunaþjálfunarinnar "Discover Your X-Factor", ACC alþjóðlega vottaður stjórnendamarkþjálfi og fyrirlesari og situr í stjórn Association of Transformational Leaders in Europe.


Það sem við förum yfir...

Picture
  • Hvaða gagn er að því að gera markhópagreiningu - en þú veist það þegar þú ert búinn að horfa á vídeóið hér til hliðar ;)
  • Við komum skipulagi á greininguna og áttum okkur á hvernig landið liggur á þínum markaði.
  • Við skoðum hver draumaviðskiptavinurinn þinn er - því að við viljum jú finna fleiri svoleiðis ;)
  • Við skoðum hverjir koma að því að ákveða hvort og hvað á að kaupa og hvaða áhrif það hefur fyrir þig.
  • Ef þú ert með mjög marga mögulega markhópa þá skoðum við hverjum þú átt að vera að einbeita þér að.
  • Við skilgreinum hópana þína, hvort sem þeir eru á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði.
  • Við köfum dýpra og kynnumst markhópunum þínum og aukum skilning okkar á þeim, því þannig getur þú haft samband við þá á áhrifaríkari hátt.
  • Við skoðum hver þörf þeirra er og hver ávinningur þeirra er af því að velja okkur því þar liggja sterk markaðsskilaboð.
  • Við skoðum gildi þeirra og lífssýn - hvað skiptir þau virkilega máli? - þar liggur lykillinn að virkilega sterku sambandi við þau.
  • Við skoðum hvar við náum til þeirra og hvernig best er að ná til þeirra - því annars erum við bara að tala við sjálf okkur.
  • Við setjum fram kaupendapersónuna þína, gagnlegt tól til að tryggja að allir þeir sem þurfa geti skilið hver markhópurinn þinn er og séu þar með betur í stakk búnir að hjálpa þér að ná til þeirra.
  • Svo skoðum við hvernig við höldum þessari þekkingu kerfisbundið við.

Kíktu á fyrsta vídeóið úr efninu um markhópana

Kíktu á fyrsta vídeóið úr efninu um samkeppnina
Picture
  • Af hverju að skoða samkeppnina? - en þú veist það þegar þú ert búinn að horfa á vídeóið hér til hliðar ;)
  • Hver samkeppnin er - það er oft ekkert augljóst hverja við eigum að flokka sem samkeppnisaðila og hverja ekki.
  • Hvað við þurfum að vita um samkeppnisaðilana.
  • Hvar við getum komist að upplýsingum um þá.
  • Hvernig við getum fengið sem besta yfirsýn yfir þann samkeppnismarkað sem við störfum á.
  • Hvernig við getum haldið áfram að fylgjast kerfisbundið með samkeppninni.

Picture
  • Hvað er brand og hvað það gerir fyrir þig (smá uppljóstrun: brandið er öflugasta markaðstólið!)
  • Þú ferð í smá naflaskoðun - hvernig staðan er hjá þér í dag?
  • Finnum út hver brand kjarninn þinn er, hólfið sem þú ert í - fyrir hvað ertu þekkt(ur)?
  • Finnum út  hver þú vilt að brand persónuleikinn þinn sé.
  • Finnum út hvað þú vilt að fólk hugsi og finnist um brandið þitt.
  • Setjum upp plan um hvernig þú getur komið brandinu til skila, bæði persónuleikanum og öðrum eiginleikum.
  • Áttum okkur á hvert virði brandsins er fyrir viðskiptavininn og af hverju það skiptir máli - þarna liggja sterk markaðsskilaboð.
  • Förum yfir hvernigþú getur stýrt brandinu í framhaldinu og byggt upp öflugt brand til framtíðar.
Kíktu á fyrsta vídeóið úr efninu um brandið

Kíktu á vídeóið hér fyrir ofan um markaðsferlið
Picture
  • Skoðum ýmsa hluti sem hafa þarf í huga við val á markaðsaðgerðum.
  • Förum í gegnum markaðsferlið til að skilja það hugsanaferli sem fer fram áður en fólk ákveður að kaupa (kíktu á vídeóið hér til hliðar ;)
  • Förum í gegnum hvernig við þurfum að stilla saman markaðsaðgerðum til að ná hámarks árangri og hafa sem mest áhrif.
  • Farið er yfir fjölda markaðsaðgerða og hvernig þú ákveður hvaða markaðsaðgerðir eru réttar fyrir þig.
  • Markaðsaðgerðirnar eru flokkaðir í 5 flokka:
        - markaðsaðgerðir sem þú verður að fara í sem fyrst
        - aðrar markaðsaðgerðir sem þú verður að fara í en eru ekki í forgangi
        - helstu samfélagsmiðlar og hvernig þú getur vitað á hverjum þú átt að                 vera og hverjum ekki
        - ýmsar fleiri markaðsaðgerðir sem líklegt er að þú gætir nýtt þér
        - fullt af hugmyndum til að eiga í pokahorninu
  • Fjöldi dæma um hvernig setja má saman markaðsaðgerðir fyrir hina ýmsu starfsemi, þ.á.m. starfsemi eins og þína (svo lengi sem ég fæ upplýsingar um í hvaða starfsemi þú ert).

Picture
  • Við skoðum hvaða daga og viðburði geturðu notað í markaðsstarfinu þínu.
  • Hvaða stóru verkefni þarf að vinna og hvernig er best að skipuleggja það.
  • Hvað þarf að gera reglulega.
  • Þú setur þetta allt saman upp í markaðsdagatal.
  • Þú setur upp verkáætlun.
  • Þú lærir hvernig þú getur notað Google Calendar til að halda utan um markaðsstarfið.
  • Þú lærir hvernig þú getur hætt að finna upp hjólið og komið hlutunum í skilvirkt kerfi - heldurðu að það verði ekki lúxus að þurfa ekki að hlaupa um eins og hauslaus hæna að reyna að finna næsta markaðstrixið þitt?! ;)
Kíktu á fyrsta vídeóið úr efninu um markaðskerfið

BÓNUSAR!

Picture

Vinnuskjöl

Vinnuskjöl með hverjum hluta sem þú getur prentað út, eða unnið með í tölvunni.
Picture

Lokaður Facebookhópur - æviaðgangur*

Ræddu málin við aðra þátttakendur, spyrjið spurninga og hjálpið hverju öðru auk þess sem ég lít inn reglulega til að svara spurningum - og þú getur haldið áfram að nýta hópinn það sem eftir er!
*ja, a.m.k. þar til ég fer á eftirlaun ;)
Picture

Aðgangur að mér

Þú getur alltaf spurt spurninga í gegnum þjálfunarvefinn, Facebook hópinn og pantað tíma í ráðgjöf hjá mér yfir netið (Skype eða Google Hangout)!

En það er ekki allt! 
​
  • Þú hefur aðgang að efninu áfram, þ.m.t. uppfærslum og viðbótum
  • Þú hefur aðgang að Facebook hópnum áfram
  • Þú getur alltaf spurt í gegnum vefinn
  • Þú getur alltaf pantað tíma í ráðgjöf
​
Picture

Þú ert í raun alltaf með markaðsráðgjafann til taks í tölvunni!






Picture

Fullt af efni um markaðsaðgerðir!

Frábært safn af efni um hinar ýmsu markaðsaðgerðir, -tól og -tæki, s.s.:*
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • YouTube
  • Pinterest
  • Google+
  • Google tólasafnið
  • Póstlistann
  • Lykilorðagreiningu
  • Leitarvélabestun

Picture
Þú hefur alltaf aðgang þannig að þegar efnið er uppfært og bætt við þá missirðu ekki af neinu og getur alltaf spurt út í hlutina eða fengið tíma í frekari ráðgjöf!

*ATH mestur hluti af efninu um einstaka markaðsaðgerðir er á ensku.

Picture

Fyrir hvern er MáM Bootcamp?

Picture

Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Þú átt þitt eigið fyrirtæki sem gengur allt í lagi. Þú veist að þú getur náð betri árangri ef þú tekur markaðsmálin fastari tökum en veist bara ekki hvar þú átt að byrja og hefur ekki tíma fyrir óþarfa blaður og fræðimennsku. Þú ert búin(n) að prófa eitt og annað og eyða peningum í allskonar hluti sem ekki virka. Þú vilt ná hámarks árangri með lágmarks tilkostnaði. Þú ætlar kannski ekki að sjá um þetta allt sjálf(ur) en þú veist að þú þarft að skilja þetta og koma þessu í farveg áður en þú færð fleiri í lið með þér í markaðsstarfinu og vilt hafa sérfræðing til taks þegar á þarf að halda.


Markaðsfólk í litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Þú sérð um markaðsmálin fyrir lítið eða meðalstórt fyrirtæki. Þú hefur jafnvel menntun í viðskipta- og/eða markaðsfræðum, en vantar praktísk tól og tæki, endurgjöf og speglun á það sem þú ert að gera. Þú vilt fá praktískar leiðir til að taka þetta föstum tökum og ná meiri árangri og hafa sérfræðing í bakhöndinni þegar á þarf að halda.


Picture
Picture

Frumkvöðla og þá sem eru að hefja rekstur

Þú ert nýlega farin(n) af stað með fyrirtækið þitt, eða ert búin(n) að vera í rekstri í einhvern tíma og vilt fá meira út úr markaðsstarfinu. Þú veist að markaðsmálin skipta máli og vilt taka þau föstum tökum og gera hlutina rétt frá byrjun - og þú vilt vita hvað þú átt að vera að gera og hvað ekki. Þú hefur ekki mikla peninga til að eyða í markaðsstarfið og það verður að virka. Þú ætlar þér að fá einhvern með þér í markaðsmálin í framtíðinni en þarft að sjá um þau sjálf(ur) núna og gerir þér grein fyrir því að þú sem eigandinn verður að hafa góðan skilning á þeim.


Algengar spurningar og svör

  • Hvað tekur þetta mikinn tíma?
Fyrri þátttakendur hafa metið svo að þeir verji um 60-70 klst alls í þjálfunina. Það má gera ráð fyrir að þú eyðir rúmlega vinnudegi á viku (þú getur farið yfir efnið á hvaða tíma sem hentar þér - kvöldin, nóttunni, hvenær sem er).  Í þjálfuninni er bæði myndefni og  texti og eru hlutarnir um markaðsaðgerðir og markaðskerfið að mestu leyti texti. Hversu mikinn tíma þín vinna tekur fer allt eftir því á hvaða stað þú ert að byrja, hversu flókinn reksturinn þinn er, vöruúrval og þjónusta og hversu dugleg(ur) þú ert að vinna í markaðsmálunum þínum. 

  • Ég hef ekki tíma í þetta - hvað þá?!
Fyrir markaðsstarfið þá þarftu annað hvort tíma eða peninga. Ef þú hefur peningana til þess að ráða þér starfsmann til að sjá um markaðsmálin, eða markaðsráðgjafa, þá er um að gera að drífa í því. Hinsvegar þarftu  alltaf að hafa grundvallar þekkingu og skilning á þeim og stýra þessu hjarta fyrirtækisins og það er kjarninn í MáM þjálfuninni. Gott markaðsfólk og góðir ráðgjafar, sem kunna til verka, eru heldur ekki á hverju strái og kosta sitt. Ef þú hefur ekki fjármunina í það, þá er tíminn þinn og orka hinn gjaldmiðillinn sem þú hefur til að efla markaðsstarfið. Þú getur ekki gert ekki neitt:  Ekkert markaðsstarf = engir viðskiptavinir = enginn rekstur. Það er bara ekki flóknara en það.

  • Er þetta ekki svolítið mikið?
Mikið og ekki mikið. Hvað er mikið þegar kemur að því að gera hlutina almennilega í fyrirtækinu þínu sem er lifibrauðið þitt (hvort sem þú átt það eða þiggur laun frá því)? Er betra að gera hlutina með hangandi hendi? Hvað fólki finnst mikið og ekki mikið er mjög mismunandi. Ef þér finnst þetta of mikið, þá er þetta sennilega ekki fyrir þig. En þá er líka spurning hvernig árangri þú nærð. Þú hefur æviaðgang að efninu, þannig að það er ekkert eins og þetta þurfi að klárast á morgun heldur ;)

  • Þarf ég einhver sérstök forrit eða eitthvað þar sem þetta er allt á netinu?
Nei. Þú þarft bara tölvu og góða nettengingu. 

  • Ég er ekki tæknilega flink(ur) - get ég gert þetta þegar þetta er allt í gegnum netið?
Já, þetta er mjög einfalt. Vefumhverfið er notendavænt og ef þú getur notað Facebook og Word, þá áttu að vera í góðum málum í þessu :)

  • Hvað ef mér líst ekkert á þetta þegar prógrammið er byrjað?
Innan fyrsta mánaðarins þá geturðu fengið endurgreitt. Athugaðu frekari upplýsingar varðandi endurgreiðsluna á ensku síðunni hér. En það er rétt að taka fram að MáM þjálfunin er ekki töfralausn. Alveg eins og það er ekki nóg að kaupa kort í ræktina, þá er ekki nóg að skrá sig.  Árangurinn byggist á því að nýta efnið, vinna verkefnin, og vinna markvisst í markaðsstarfinu þínu. Þú þarft að leggja til tíma, vinnu og orku til að MáM þjálfunin beri árangur. Ég get ekki ábyrgst að þú náir árangri með þeim leiðbeiningum, upplýsingum og tillögum sem felast í MáM. Árangur þinn byggist einfaldlega á þér sjálfri/sjálfum. Ég mun hinsvegar gera mitt allra besta með því að veita þér mínar bestu upplýsingar, leiðbeiningar og ráð til þess að markaðsstarfið þitt megi verða sem árangursríkast og öflugast og veita þér sem allra best og mest viðskipti. Því get ég lofað :)

  • Get ég ekki fundið allar þessar upplýsingar frítt á netinu?
Sjálfsagt gætirðu mögulega fundið brot hér og brot þar og fundið út úr þessu. En það mun taka þig mikinn tíma, mikla leit og mikla orku. Reyndar fór ég einmitt út í að þróa MáM þjálfunina vegna þess að ég fann ekkert svona á markaðnum. Það er fullt af hlutum um um samfélagsmiðlana, leitarvélabestun, auglýsingar á netinu o.fl. o.fl. en það vantar grunninn og það vantar að láta þetta spila saman. Markaðsmálin eru það sem ég vasast í allan daginn alla daga. Þetta er það sem elska að gera. Ég er búin að taka það sem ég hef lært í meistaranámi, markaðsstörfum frá því upp úr aldamótum, ráðgjöf og vinnu í markaðsmálunum með litlum og meðalstórum fyrirtækjum frá 2010, tveggja ára þróun á þjálfuninni, þ.á.m. með tveimur vöruþróunarhópum og á annan tug viðskiptavina, sem voru svo frábærir að bjóðast til að vera tilraunadýr fyrir efnið, og af því að markaðsnördast út í eitt og sjóða það saman í þetta prógramm til að tryggja að þú fáir að vita allt sem þú þarft að vita og sem þú þarft að gera (fyrir utan að þjálfunin er stöðugt í þróun og endurbótum). Ég vann vinnuna til að MáM gæti sparað þér heilmikinn tíma, orku, vinnu og hausverk og tryggt að þú náir árangri fyrr.

  • Er þetta peninganna virði?
Já. Svo einfalt er það. Hvers virði er það að ná tökum á markaðsstarfinu og ná árangri? Hvers virði er það að auka viðskiptin og tekjurnar? Hvers virði er það að fá kerfi til að fylgja eftir og þurfa ekki lengur að hlaupa um eins og hauslaus hæna og elta þetta trikk í dag og hitt trikkið á morgun án þess að sjá árangur af því? Það er ekki til neins að vera með góða vöru eða þjónustu ef enginn kemur til að kaupa hana. Þannig að einfalda svarið er: Já. 

_Fleiri spurningar? Kíktu hér!

Picture
“Eftir að ég fór í gegnum grunnþjálfunina hjá MáM þá fékk ég skýrari sýn á markaðsstefnu og brandið fyrir mitt fyrirtæki og góðar ábendingar varðandi samfélagsmiðla sem ég gæti nýtt til að koma vörunni minni á markað.  Ég fékk fullt af góðum punktum í endurgjöfinni sem munu svo sannarlega nýtast mér vel og hjálpa mér að koma góðu skipulagi á hlutina.”

Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Dimmblá


Picture
"Þegar ég fór sjálf að gera tilraun til að kortleggja og skipuleggja markaðsstarfið fyrir sprotafyrirtækið mitt upp á eigin spýtur týndist ég í hafsjó af tvítum, lækum, pinnum, kommentum.....og hvað svo með branding, samkeppni, sérstöðu......mér féllust hendur! Þóranna gaf mér vonina á ný :) Ég fór í gegnum þjálfunarkerfið hennar og það hjálpaði mér velja tólin sem pössuðu mínu fyrirtæki, skilja hvernig þau virka og hvernig best er að ná árangri með hvert og eitt. Einnig fannst mér mikil hjálp í því hvernig kerfið leiðir mann áfram skref af skrefi og lætur mann takast á við markaðssetninguna í rökréttri röð. Núna finnst mér markaðsstarfið ekki lengur óyfirstíganlegur hjalli, heldur skemmtileg áskorun.

Takk Þóranna fyrir að vera á vaktinni fyrir mig og miðla til mín hnitmiðuðum og árangursríkum leiðum sem ég hef ekki tíma né peninga til að finna. Þú ert snillingur."

Eyrún Eggertsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri RóRó


Þátttakendur í MáM Bootcamp og forvera þess, grunnþjálfuninni, 
hafa verið mjög ánægðir og myndu mæla með henni við aðra skv. könnunum.
MáM Bootcamp er öflugt prógramm með góðu aðhaldi og miklum stuðningi. 
Ég er þess vegna fullviss um að þú átt eftir að verða ánægð(ur)!

Picture
Fyrirvari
Hafðu samband
Skilmálar
Thoranna.is 
Bloggið
© Þóranna K. Jónsdóttir, 2015