VINSAMLEGAST ATHUGIÐ
MÁM ER EKKI Í BOÐI SEM STENDUR EN VERIÐ ER AÐ FARA YFIR PRÓGRAMMIÐ OG ÞAÐ VERÐUR VONANDI AFTUR Í BOÐI SEM ALLRA FYRST
|
Ég hef unnið með hundruðum íslenskra og erlendra fyrirtækja í markaðsstarfinu með frábærum árangri og veit nákvæmlega hvað þú þarft að gera til að taka markaðsmálin föstum tökum. Ég þróaði MáM þjálfunina til að geta aðstoðað fleiri á hagkvæmari hátt, en MáM stendur fyrir Markaðsmál á mannamáli. Þú getur fengið að vita allt um mig á síðunni minni, thoranna.is, og á LinkedIn. |
Ég hef fjallað um markaðsmál í hinum ýmsu fjölmiðlum, á borð við...
MáM þjálfunin sýnir þér skref-fyrir-skref á praktískan hátt hvernig þú getur...
- Fundið það fólk sem er líklegast til að kaupa og nálgast það á réttum stöðum og með réttum skilaboðum
- Skotið samkeppninni ref fyrir rass
- Byggt upp "brand" sem fær fólk til að elska þig og vilja ekki skipta við samkeppnina
- Fundið réttu markaðsaðgerðirnar fyrir þig og látið þær spila saman til að ná sem bestum árangri
- Komið skipulagi á markaðsstarfið til að þú náir að sinna því samhliða öllu öðru sem þú þarft að gera!
Hér er það sem þú færð út úr MáM þjálfuninni
Athugið! Breytt fyrirkomulag við skráningu í MáM þjálfunina!
MáM þjálfunin er nú einnig í boði á ensku undir heitinu Marketing Untangled. Til að einfalda tæknimál og allt utanumhald hefur skráning í íslensku þjálfunina verið samþætt við þá ensku. Það fer þannig fram að ef þú skráir þig í þjálfunina á ensku, þá færðu sjálfkrafa einnig aðgang að öllu íslenska efninu. Frá My Profile síðunni geturðu séð allt sem er í boði innan meðlimasíðunnar á Thoranna.is og þ.á.m. bæði íslensku og ensku þjálfunina:
Sem bónus færðu enn meira efni, þar sem heilli módúlu var bætt við ensku þjálfunina frá því sem var í þeirri íslensku auk þess sem bætt hefur verið miklu af efni um hin ýmsu markaðstól og -tæki og sífellt er verið að bæta við þjálfunina. Þú færð líka aðgang bæði að Facebook hópnum fyrir ensku þjálfunina OG íslenska Facebook hópnum :)
Þetta er sama góða MáM þjálfunin en bara með enn meiru!
Það er opnað fyrir skráningar nokkuð reglulega en allar skráningar fara fram í gegnum síðuna fyrir Marketing Untangled hér (ef ekki er opið fyrir skráningu eins og er ferðu á síðu þar sem þú getur skráð þig til að fá að vita þegar opnað verður næst).
Ég vona að ég sjái þig í MáM þjálfun!
Þetta er sama góða MáM þjálfunin en bara með enn meiru!
Það er opnað fyrir skráningar nokkuð reglulega en allar skráningar fara fram í gegnum síðuna fyrir Marketing Untangled hér (ef ekki er opið fyrir skráningu eins og er ferðu á síðu þar sem þú getur skráð þig til að fá að vita þegar opnað verður næst).
Ég vona að ég sjái þig í MáM þjálfun!
"Fyrir nokkrum vikum fannst mér ég alveg vera með markaðsstarfið í lagi. En Þóranna og MáM þjálfunin kenndi mér það að ég var að eyða peningum í markaðsstarf á röngum stöðum og væri bara alls ekki að nýta mér markaðsstarfið að nokkru leyti.
Við höfum komist að því hver okkar markhópur er hvernig best er að auglýsa á Facebook . Í dag erum við að vinna í brandinu okkar. Það hefur opnað nýjar dyr og væri mjög erfitt án MÁM þjálfunarinnar. Í dag sé ég miklu meiri vaxtarmöguleika fyrir okkar fyrirtæki heldur en fyrir nokkrum vikum. Ekki skemmir fyrir að Þóranna og MáM þjálfunin gera þetta skemmtilegt og jafnframt krefjandi." Davíð Kristinsson, heilsuþjálfari, frumkvöðull, eigandi Heilsuthjalfun.is og 30.is og höfundur bókarinnar 30 dagar - leið til betri lífstíls - MáM Bootcamp vor 2014 |
"Þóranna er frábær kennari. Hún kemur efninu vel á framfæri, útskýrir á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Kennslan er lifandi og skemmtileg, og eykur innsæi manns í daglegum störfum. Hún er líka svo hlý, skemmtileg og hugmyndarík persóna."
Sigurbjörg Daníelsdóttir, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar - MáM Bootcamp vor 2014 Smelltu á vídeóið og fáðu að heyra meira um reynslu Sigurbjargar af MáM Bootcamp! |
"MáM þjálfunin er mjög markviss, þægileg, skemmtileg og árangursrík leiðsögn í markaðssetningu. Þóranna er með þetta allt á hreinu, hvort sem það er uppbygging markaðsstarfs almennt eða nýju trendin og tólin eins og Facebook, Pinterest, póstlistar, vefsíðan o.s.frv. - og hún er líka dugleg að henda í mann viðbótarefni og upplýsingum um vefsíður, blogg og sérfræðinga sem geta hjálpað manni að kafa dýpra þar sem þörf krefur. Að mínu mati var þetta frábært námskeið, og hverrar krónu virði."
Ágúst S. Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nathan & Olsen - MáM Bootcamp vor 2014 |
"Mám þjálfunin sýndi mér að það þýðir ekki að sinna markaðsstarfinu með annarri hendinni, maður þarf að hella sér út í það af fullri alvöru og af miklum krafti. Sem betur fer hafði Þóranna skref-fyrir-skref tæki og tól sem einfalda allt skipulag. Grunnurinn skiptir öllu máli og nú erum við með skýrt plan sem allir starfsmenn geta farið eftir. Þóranna er líka algjörlega að okkar skapi, skemmtileg og fagleg."
Magnfríður Ólöf Pétursdóttir, markaðsstjóri Travel East - MáM Bootcamp vor 2014 |
"Ég fór á námskeið í MáM hjá Þórönnu í vetur vegna þess að mér fannst ég vera að vasast í verkefnum fyrirtækis míns án ákveðinnar stefnu, óð úr einu í annað og hafði hreinlega ekki yfirsýn yfir það sem þurfti að gera. MáM þjálfunin hefur algjörlega breytt þessu. Ég hef nú þegar í byrjun janúar gert skipulag fyrir árið og hef því betri yfirsýn yfir komandi verkefni.
Ég hef skýrari stefnu og markmið sem gerir mér auðveldara fyrir að nálgast verkefnin og viðskiptavinina. Þá hef ég tekið frá tíma í hverri viku fyrir markaðsmálin sem skiptir mitt fyrirtæki einna mestu máli. Þetta hefur líka hjálpað mér við tímastjórnun, að forgangsraða hlutum og við ákvarðanatöku þar sem allt verður mun skýrara. Á örfáum mánuðum sé ég mikinn mun á vitund fólks á fyrirtækinu; meiri áhugi og fyrirspurnir og sala hefur aukist. Ég hlakka því til komandi mánuða. Ég hef farið á þó nokkur námskeið í gegnum tíðina en þetta námskeið er það markvissasta sem ég hef farið á, skýrar leiðbeiningar, efnið sniðið að mínum þörfum og verkefnin krefjandi. Þóranna hefur með persónulegri og hlýlegri framkomu gætt það lífi og verið stuðningur alla leið. Ég hika því ekki við að mæla með þessu námi fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga í rekstri sem vilja ná lengra. Einnig fyrir fyrirtæki þar sem einstaklingar þurfa að vera allt í öllu og ekki er tækifæri til að sérhæfa hvern og einn." Hulda Ólafsdóttir, hönnuður og eigandi Hjartalags - MáM Bootcamp haust 2014 |
"MáM er alveg frábært kerfi sem hjálpar fyrirtækjum að skilgreina sig og byggja upp skýra stefnu í markaðs-málunum, en það er jafn mikilvægt og að byggja upp sterkan rekstrargrunn.
Þálfunin er engu lík og öll á íslensku sem auðveldar lærdóminn til muna. Þóranna er snillingur í að koma efninu frá sér á skilmerkilegan hátt og er dugleg að hvetja mann áfram. Stuðningur hennar í gegnum Facebook er ómetanlegur sem og einkatímarnir. Með aðstoð Þórönnu hef ég öðlast hugrekki til að takast á við nýjar áskoranir í markaðsmálunum." Ingibjörg Björnsdóttir, rekstrarráðgjafi, lögmaður, viðurkenndur bókari og eigandi Tmark ehf. (tmark.is). |
Hvað segir fagfólkið?
Það sem við förum yfir...
|
Kíktu á fyrsta vídeóið úr efninu um markhópana
|
Kíktu á fyrsta vídeóið úr efninu um samkeppnina
|
|
|
Kíktu á fyrsta vídeóið úr efninu um brandið
|
Kíktu á vídeóið hér fyrir ofan um markaðsferlið
|
- aðrar markaðsaðgerðir sem þú verður að fara í en eru ekki í forgangi - helstu samfélagsmiðlar og hvernig þú getur vitað á hverjum þú átt að vera og hverjum ekki - ýmsar fleiri markaðsaðgerðir sem líklegt er að þú gætir nýtt þér - fullt af hugmyndum til að eiga í pokahorninu
|
|
Kíktu á fyrsta vídeóið úr efninu um markaðskerfið
|
BÓNUSAR!
En það er ekki allt!
|
Þú hefur alltaf aðgang þannig að þegar efnið er uppfært og bætt við þá missirðu ekki af neinu og getur alltaf spurt út í hlutina eða fengið tíma í frekari ráðgjöf!
*ATH mestur hluti af efninu um einstaka markaðsaðgerðir er á ensku. |
Fyrir hvern er MáM Bootcamp?
Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja Þú átt þitt eigið fyrirtæki sem gengur allt í lagi. Þú veist að þú getur náð betri árangri ef þú tekur markaðsmálin fastari tökum en veist bara ekki hvar þú átt að byrja og hefur ekki tíma fyrir óþarfa blaður og fræðimennsku. Þú ert búin(n) að prófa eitt og annað og eyða peningum í allskonar hluti sem ekki virka. Þú vilt ná hámarks árangri með lágmarks tilkostnaði. Þú ætlar kannski ekki að sjá um þetta allt sjálf(ur) en þú veist að þú þarft að skilja þetta og koma þessu í farveg áður en þú færð fleiri í lið með þér í markaðsstarfinu og vilt hafa sérfræðing til taks þegar á þarf að halda. |
Markaðsfólk í litlum og meðalstórum fyrirtækjum Þú sérð um markaðsmálin fyrir lítið eða meðalstórt fyrirtæki. Þú hefur jafnvel menntun í viðskipta- og/eða markaðsfræðum, en vantar praktísk tól og tæki, endurgjöf og speglun á það sem þú ert að gera. Þú vilt fá praktískar leiðir til að taka þetta föstum tökum og ná meiri árangri og hafa sérfræðing í bakhöndinni þegar á þarf að halda. |
Frumkvöðla og þá sem eru að hefja rekstur Þú ert nýlega farin(n) af stað með fyrirtækið þitt, eða ert búin(n) að vera í rekstri í einhvern tíma og vilt fá meira út úr markaðsstarfinu. Þú veist að markaðsmálin skipta máli og vilt taka þau föstum tökum og gera hlutina rétt frá byrjun - og þú vilt vita hvað þú átt að vera að gera og hvað ekki. Þú hefur ekki mikla peninga til að eyða í markaðsstarfið og það verður að virka. Þú ætlar þér að fá einhvern með þér í markaðsmálin í framtíðinni en þarft að sjá um þau sjálf(ur) núna og gerir þér grein fyrir því að þú sem eigandinn verður að hafa góðan skilning á þeim. |
Algengar spurningar og svör
- Hvað tekur þetta mikinn tíma?
- Ég hef ekki tíma í þetta - hvað þá?!
- Er þetta ekki svolítið mikið?
- Þarf ég einhver sérstök forrit eða eitthvað þar sem þetta er allt á netinu?
- Ég er ekki tæknilega flink(ur) - get ég gert þetta þegar þetta er allt í gegnum netið?
- Hvað ef mér líst ekkert á þetta þegar prógrammið er byrjað?
- Get ég ekki fundið allar þessar upplýsingar frítt á netinu?
- Er þetta peninganna virði?
_Fleiri spurningar? Kíktu hér!
“Eftir að ég fór í gegnum grunnþjálfunina hjá MáM þá fékk ég skýrari sýn á markaðsstefnu og brandið fyrir mitt fyrirtæki og góðar ábendingar varðandi samfélagsmiðla sem ég gæti nýtt til að koma vörunni minni á markað. Ég fékk fullt af góðum punktum í endurgjöfinni sem munu svo sannarlega nýtast mér vel og hjálpa mér að koma góðu skipulagi á hlutina.”
Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Dimmblá |
"Þegar ég fór sjálf að gera tilraun til að kortleggja og skipuleggja markaðsstarfið fyrir sprotafyrirtækið mitt upp á eigin spýtur týndist ég í hafsjó af tvítum, lækum, pinnum, kommentum.....og hvað svo með branding, samkeppni, sérstöðu......mér féllust hendur! Þóranna gaf mér vonina á ný :) Ég fór í gegnum þjálfunarkerfið hennar og það hjálpaði mér velja tólin sem pössuðu mínu fyrirtæki, skilja hvernig þau virka og hvernig best er að ná árangri með hvert og eitt. Einnig fannst mér mikil hjálp í því hvernig kerfið leiðir mann áfram skref af skrefi og lætur mann takast á við markaðssetninguna í rökréttri röð. Núna finnst mér markaðsstarfið ekki lengur óyfirstíganlegur hjalli, heldur skemmtileg áskorun.
Takk Þóranna fyrir að vera á vaktinni fyrir mig og miðla til mín hnitmiðuðum og árangursríkum leiðum sem ég hef ekki tíma né peninga til að finna. Þú ert snillingur." Eyrún Eggertsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri RóRó |