Um MáM
MáM þjálfunin - Markaðsmál á mannamáli - er hugarfóstur Þórönnu K. Jónsdóttur, en Þóranna hefur starfað að markaðsmálum frá því upp úr aldamótum og með minni fyrirtækjum og einyrkjum að því að efla markaðsstarfið síðan 2011, og þar á meðal verið mjög virk í frumkvöðla- og nýsköpunarheiminum. Þjálfunin hefur verið þróuð í samstarfi við viðskiptavini Þórönnu og er því byggð á dýrmætri reynslu og endurgjöf frá þeim sem hún er gerð fyrir. MáM þjálfunin er byggð á grundvelli hefðbundinna markaðsfræða og verkum þekktra markaðsgúrúa á borð við Jay Conrad Levinson (föður skæruliðamarkaðssetningarinnar) og Seth Godin. Einnig hafa sérfræðingar á ýmsum sviðum markaðsmála aðstoðað við gerð efnisins og gefið endurgjöf á það og stefnt er að frekara samstarfi við sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum markaðsmála. Tilgangurinn með MáM er að gefa viðskiptavininum skýrt ferli til að vinna eftir, til að hámarka árangur og hagkvæmni markaðsstarfsins.
Þegar Þóranna byrjaði að vinna með minni aðilum byggðist samtarfið á því að hitta viðskiptavinina og leiðbeina þeim. Smátt og smátt fór hún að sjá að margt af því sem hún var að fara yfir var það sama, og fór að gera efni sem hún lét viðskiptavinina hafa til að fara yfir. Þannig urðu fundirnir árangursríkari og markvissari og viðskiptavinurinn fékk meira út úr vinnunni. Það var því rökrétt framhald að snúa þessu við, gera þjálfunarefnið að kjarna þjónustunnar og veita aðstoð og ráðgjöf til að styðja við það. Þannig er hægt að bjóða þjálfunina á betra verði og þjónusta fleiri. Einnig nýtist sá tími sem viðskiptavinur kaupir hjá ráðgjafa mun betur, því þar er verið að fara yfir það sem á sérstaklega við fyrir hvern og einn, í stað þess að eyða tíma með dýrum ráðgjafa í almenn atriði sem auðveldlega er hægt að koma til skila á annan hátt.
Markmiðið með Markaðsmálum á mannamáli er að auka markaðslega færni fyrirtækja og einyrkja, til að stuðla að því að framúrskarandi vörur og þjónusta þrífist og nái að blómstra. MáM þjálfunin leiðir þig í gegnum það sem gera þarf í markaðsstarfinu og gefur þér tækin og tólin sem þú þarft til að verða sjálfbjarga - og þekkingu til að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kaupa sérfræðiaðstoð. Þjálfunin er á netinu í formi myndbanda, texta og vinnuskjala, auk þess sem hægt er að spyrja spurninga og fá svör í gegnum netið. Hægt er að kaupa frekari ráðgjöf ef á þarf að halda og er hún þá veitt í gegnum Skype eða Google Hangout.
Í MáM þjálfuninni er lögð áhersla á eftirfarandi:
Mikil áhersla er lögð á að þú skiljir markaðsmálin, vitir út á hvað markaðsstarf fyrirtækisins þíns gengur og að þú sért vel inni í málunum - án þess að þurfa að verða sérfræðingur eða kafa í djúpt í fræðilega hluti. Markaðsstarfið er lífæð fyrirtækisins. Án markaðsstarfs nærðu ekki í viðskiptavini og án viðskiptavina er enginn rekstur. Það er því nauðsynlegt að þú náir góðum tökum á markaðsstarfinu þínu.
Með því að bjóða þjálfunina á netinu er hægt að ná stærðarhagkvæmni sem gerir MáM kleift að bjóða þjálfunina á verði sem allir geta ráðið við, auk þess sem það gerir þér kleift að sinna markaðsstarfinu þar og þegar þér hentar.
MáM er rekið undir Atmos ehf. sem er í 100% eigu Þórönnu.
Þóranna er með MBA frá University of Westminster í London með áherslu á strategísk markaðsmál. Hún starfaði hjá Publicis í London fyrir Renault og var markaðsráðgjafi hjá Góðu fólki McCann þar sem hún starfaði með fjölda íslenskra fyrirtækja. Þóranna starfaði sem sérfræðingur á markaðssviði hjá Sparisjóðnum og lagði grunn að frumkvöðlasetrinu í Eldey á Ásbrú, sem verkefnastjóri hjá Kadeco.
Henni verður sennilega best lýst sem markaðsnördi :)
Þú getur fengið að vita meira um Þórönnu á vefsíðunni hennar, thoranna.is og á LinkedIn.com/in/thorannakristin.
Hér geturðu fundið allar upplýsingar sem þú þarft til að hafa samband :)
Þegar Þóranna byrjaði að vinna með minni aðilum byggðist samtarfið á því að hitta viðskiptavinina og leiðbeina þeim. Smátt og smátt fór hún að sjá að margt af því sem hún var að fara yfir var það sama, og fór að gera efni sem hún lét viðskiptavinina hafa til að fara yfir. Þannig urðu fundirnir árangursríkari og markvissari og viðskiptavinurinn fékk meira út úr vinnunni. Það var því rökrétt framhald að snúa þessu við, gera þjálfunarefnið að kjarna þjónustunnar og veita aðstoð og ráðgjöf til að styðja við það. Þannig er hægt að bjóða þjálfunina á betra verði og þjónusta fleiri. Einnig nýtist sá tími sem viðskiptavinur kaupir hjá ráðgjafa mun betur, því þar er verið að fara yfir það sem á sérstaklega við fyrir hvern og einn, í stað þess að eyða tíma með dýrum ráðgjafa í almenn atriði sem auðveldlega er hægt að koma til skila á annan hátt.
Markmiðið með Markaðsmálum á mannamáli er að auka markaðslega færni fyrirtækja og einyrkja, til að stuðla að því að framúrskarandi vörur og þjónusta þrífist og nái að blómstra. MáM þjálfunin leiðir þig í gegnum það sem gera þarf í markaðsstarfinu og gefur þér tækin og tólin sem þú þarft til að verða sjálfbjarga - og þekkingu til að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kaupa sérfræðiaðstoð. Þjálfunin er á netinu í formi myndbanda, texta og vinnuskjala, auk þess sem hægt er að spyrja spurninga og fá svör í gegnum netið. Hægt er að kaupa frekari ráðgjöf ef á þarf að halda og er hún þá veitt í gegnum Skype eða Google Hangout.
Í MáM þjálfuninni er lögð áhersla á eftirfarandi:
- Að leggja sterkan og góðan grunn að markaðsstarfinu með markaðsstefnu sem felur í sér ítarlega greiningu á þeim sem þú vilt selja til, greiningu á samkeppninni og að aðgreina sig og byggja upp áhrifaríka ímynd á markaðnum (branding). Þetta er um 80% af góðu markaðsstarfi og gerir hin 20% mun einfaldari og áhrifaríkari en ella.
- Að þú skiljir það ferli sem fólk þarf að fara í gegnum áður en það er tilbúið að kaupa af þér og hvernig hægt er að tryggja að markaðsstarfið færi fólk í gegnum það og leiði til enn frekari viðskipta.
- Sérsniðin tillaga að markaðsaðgerðum og verkáætlun segir þér hvað þú þarft að gera og hvernig þú þarft að forgangsraða verkefnunum.
- Farið er í gegnum hvernig þú getur komið markaðsstarfinu í skilvirkt kerfi svo þú vitir alltaf hvað þú átt að vera að gera og hvenær, sem tryggir samfellt og árangursríkt markaðsstarf.
- Þjálfun og leiðbeiningar í notkun þeirra markaðstóla sem þú þarft að nota, og þeirra markaðsaðgerða sem settar eru fram í tillögunni.
- Markmið og árangursmælingar sem eru nauðsynleg til að gera meira af því sem virkar og taka út það sem ekki er að gera neitt fyrir þig - því hver hefur tíma í það?!
- Einnig er lögð áhersla á að þú vitir og skiljir hvað sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum markaðsstarfsins bjóða upp á og hvernig best er að vinna með þeim til að ná sem mestum árangri.
Mikil áhersla er lögð á að þú skiljir markaðsmálin, vitir út á hvað markaðsstarf fyrirtækisins þíns gengur og að þú sért vel inni í málunum - án þess að þurfa að verða sérfræðingur eða kafa í djúpt í fræðilega hluti. Markaðsstarfið er lífæð fyrirtækisins. Án markaðsstarfs nærðu ekki í viðskiptavini og án viðskiptavina er enginn rekstur. Það er því nauðsynlegt að þú náir góðum tökum á markaðsstarfinu þínu.
Með því að bjóða þjálfunina á netinu er hægt að ná stærðarhagkvæmni sem gerir MáM kleift að bjóða þjálfunina á verði sem allir geta ráðið við, auk þess sem það gerir þér kleift að sinna markaðsstarfinu þar og þegar þér hentar.
MáM er rekið undir Atmos ehf. sem er í 100% eigu Þórönnu.
Þóranna er með MBA frá University of Westminster í London með áherslu á strategísk markaðsmál. Hún starfaði hjá Publicis í London fyrir Renault og var markaðsráðgjafi hjá Góðu fólki McCann þar sem hún starfaði með fjölda íslenskra fyrirtækja. Þóranna starfaði sem sérfræðingur á markaðssviði hjá Sparisjóðnum og lagði grunn að frumkvöðlasetrinu í Eldey á Ásbrú, sem verkefnastjóri hjá Kadeco.
Henni verður sennilega best lýst sem markaðsnördi :)
Þú getur fengið að vita meira um Þórönnu á vefsíðunni hennar, thoranna.is og á LinkedIn.com/in/thorannakristin.
Hér geturðu fundið allar upplýsingar sem þú þarft til að hafa samband :)