Fyrir veffundi MáM notum við gjarnan Anymeeting veffundarkerfið. Til að tryggja að það gangi vandræðalaust fyrir sig, hef ég sett hér inn leiðbeiningar um notkun þess fyrir þá sem ekki hafa notað það áður. Mér þætti vænt um að þú sendir mér línu ef þú telur að hægt sé að bæta þessar leiðbeiningar. Tæknin á að auðvelda okkur lífið, ekki flækja það ;)
Boð úr Anymeeting
Mjög oft þegar ég nota Anymeeting þá sendi ég boð úr kerfinu á þátttakendur. Þetta á t.d. við live tímana í MáM Bootcamp. Þegar þú færð boð úr kerfinu þá lítur það einhvern veginn út líkt og hér að neðan. Ath. að ég hef sett hring utan um slóðina sem þarf að smella á og skrá sig á fundinn. Athugaðu líka að Anymeeting býður upp á leiðbeiningar fyrir þátttakendur og ég hef sett hring utan um hlekkinn í það sem er neðan til í póstinum:
Skráning í Anymeeting
Stundum fer skráning á námskeið þannig fram að þú einfaldlega skráir þig beint í kerfið til að fara á námskeið. Þá lítur síðan út líkt og hér fyrir neðan og þú einfaldlega fyllir út í reitina og smellir á "Complete Registration":
Að fara inn á fundinn
Eftir að þú hefur skráð þig þá áttu að fá sendingu úr kerfinu með hlekkinn til að fara inn á fundinn. Þú einfaldlega smellir á hann og fylgir leiðbeiningunum. ATH að ef það virkar ekki að smella bara á hann, þá er líka hlekkur fyrir neðan sem þú getur afritað og límt í vafrann.
Svona er nú það! Endilega láttu mig vita ef hægt er að bæta þessar leiðbeiningar frekar. Ég hlakka til að sjá þig á vefnámskeið eða veffundi hjá MáM!
P.s. hér finnurðu líka frekari upplýsingar frá þeim hjá Anymeeting: http://support.anymeeting.com/customer/portal/topics/531626-attendee-guides/articles?b_id=338