MaM

Brand útlit og tónn

Picture

Gott til undirbúnings:
  • Grunnþjálfun
  • Markhópar*
  • Samkeppnin*
  • Brand stefnumótun*

* innifalið í grunnþjálfun

Einnig hluti af:
  • Branding
  • Framhaldsþjálfun

Að hverju þarf að huga þegar hannað er útlit fyrir brandið þitt, markaðsefni þess og annað? Hvernig geturðu best undirbúið þig svo útlitið og efnið verði sem áhrifaríkast, taki sem stystan tíma og kosti sem minnst? Hvernig getur þú stýrt hlutunum í framhaldinu svo markaðsefnið þitt vinni sem best fyrir þig? Farið er yfir allt þetta og fleira til sem tryggir að brand útlitið og tónninn í brandinu þínu sé áhrifaríkt og  vinni eins hörðum höndum og þú gerir sjálf(ur).  Þessi vinna mun gera vinnuna þína með grafískum hönnuði mun markvissari, hún mun taka styttri tíma og verða ódýrari fyrir vikið.  Athugaðu að til þess að nýta þetta prógramm þarftu að hafa mótað brand stefnu fyrir fyrirtækið þitt. Brand stefnumótun fæst bæði sem stakt MáM prógramm, sem hluti af heildstæðri branding þjálfun MáM og sem hluti af grunnþjálfun MáM.

Kíktu á fyrsta vídeóið úr þjálfuninni til að fá betri hugmynd um hvað í henni felst og af hverju það skiptir máli:
Það sem við förum yfir í prógramminu er m.a.:
  • Undirbúningur fyrir útlitshönnun - hvað þarftu að skoða hjá þér og samkeppninni áður en lagt er af stað
  • Hvað þarf að hanna og gera, þ.m.t. tillögur að efni sem gæti þurft að vera til í brand útlitinu þínu
  • Hvaða liti viltu hafa og hvað þarf að hafa í huga við litaval
  • Tónn og texti brandsins þins - hvernig talar það og hvaða áhrif hefur það
  • Hvað þarf að athuga varðandi lógóið þitt
  • Brand leiðarvísirinn - tól til að tryggja samræmi í brandinu þínu
  • Verklýsing fyrir hönnun - tryggir mun skilvirkara og áhrifaríkara hönnunarferli og betri samvinnu við hönnuðinn þinn
  • Áframhaldandi stjórnun brand útlitsins og tónsins

Innifalið í prógramminu:
  • Þriggja mánaða aðgangur að þjálfunarprógramminu sem virkjaður er samdægurs eða næsta virkan dag eftir kaup.
  • Það tekur rúmlega klukkustund að fara í gegnum allt efni prógrammsins, myndbönd og texta. Hversu langan tíma tekur þig að vinna með efnið fer eftir umfangi rekstrar þíns og hversu skýra mynd þú hefur fyrir af því hvernig þú vilt að brandið útlitið þitt sé.
  • Vinnuskjal og sniðmát fyrir verklýsingu (e. creative brief) sem nýtist í vinnu með hönnuðum, auglýsingafólki o.fl.
  • Ótakmarkað magn spurninga í gegnum vefsvæðið. ATH! Spurningar sem spurt er í gegnum vefinn og svörin við þeim eru birt á vefnum. Þær geta því ekki verið trúnaðarmál.
  • Þú getur pantað tíma í ráðgjöf sem þá er veitt gegnum Skype eða Google Hangouts. ATH! Stakir ráðgjafartímar eru eingöngu í boði fyrir þá sem eru í virkri þjálfun hjá MáM.


Verð
kr. 21.700,-



Já takk, ég ætla að tryggja að brand útlitið mitt og tónn brandsins verði sem áhrifaríkust 
og að vinnan mín með grafíska hönnuðinum verði markviss, hagkvæm og samstarfið sem ánægjulegast.
Eitt stykki MáM þjálfun um brand útlit og tón fyrir mig!

ATH! Sum stéttarfélög greiða hluta af verði þjálfunarinnar. Athugaðu málið hjá þínu stéttarfélagi ;)

Með því að smella á "Versla" hnappinn kaupir þú aðgang að ofangreindu þjálfunarprógrammi frá MáM.
Aðgangur verður veittur næsta virkan dag og gildir í þrjá mánuði. Allar nauðsynlegar upplýsingar um aðganginn verða sendar þegar hann er virkjaður.
Þegar þú ýtir á hnappinn ferðu á örugga greiðslusíðu hjá Dalpay og jafngildir það samþykki á skilmálum Atmos ehf. (f.h. Markaðsmála á mannamáli) sem þú getur lesið hér. Frekari upplýsingar: thoranna@mam.is

*100% endurgreiðsluábyrgð á meðan aðgangurinn þinn er í gildi. ATH! MáM þjálfunin er ekki töfralausn. Alveg eins og það er ekki nóg að kaupa kort í ræktina, þá er ekki nóg að kaupa áskrift ;)  Árangurinn byggist á því að nýta efnið, vinna verkefnin, og vinna markvisst í markaðsstarfinu þínu. Þú þarft að leggja til tíma, vinnu og orku til að MáM þjálfunin beri árangur. Ég get ekki ábyrgst að þú náir árangri með þeim leiðbeiningum, upplýsingum og tillögum sem felast í MáM. Ég þekki ekki þig, né reksturinn þinn, og árangur þinn byggist einfaldlega á þér sjálfri/sjálfum - ekki satt? Ég mun hinsvegar gera mitt allra besta með því að veita þér mínar bestu upplýsingar, leiðbeiningar og ráð til þess að markaðsstarfið þitt megi verða sem árangursríkast og öflugast og veita þér sem allra best og mest viðskipti. Því get ég lofað :)

Fyrirvari
Hafðu samband
Skilmálar
Thoranna.is 
Bloggið
© Þóranna K. Jónsdóttir, 2015